Mikil ánægja með nýju þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 15:01 Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs en aðsetur garðsins er í nýju og glæsilegu húsnæði á Hellissandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með nýju þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð, sem opnuð var í vor á Hellissandi. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira