Mikil ánægja með nýju þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 15:01 Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs en aðsetur garðsins er í nýju og glæsilegu húsnæði á Hellissandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með nýju þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð, sem opnuð var í vor á Hellissandi. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira