Helmingi umsækjenda synjað um starfstengt nám: Skorar á stjórnvöld að gera betur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 17:37 Dagmar útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor. Vilhelm/Aðsend Einungis átta umsækjendur um starfstengd diplómunám við Háskóla Íslands fengu inn í skólann en alls sóttu sextán um. Einn umsækjendanna sem ekki komst inn segist kvíðin fyrir framtíðinni og skorar á stjórnvöld að gera betur í málefnum fatlaðs fólks í skólum. Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira