„Þau eyðilögðu mig og brutu mig“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. ágúst 2023 22:31 Fares segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi en hann er tvítugur í dag og kom hingað 14 ára gamall. Vísir/Steingrímur Dúi Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi. Enn ríkir óvissa um stöðu fólks sem misst hefur rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en félagsmálaráðherra boðaði í vikunni í lausn samráði með sveitarfélögin. Enn er þó unnið að henni. Alls eru á Íslandi 202 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun. 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 52 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hennar. Fares er einn þeirra, en hún tekur, í hans tilfelli, gildi eftir helgi. Hann vill segja sína sögu en ekki sýna andlit sitt af ótta við afleiðingar þess, hér og í Túnis. Vill ekki snúa aftur í fátæktina í Túnis Frá því að Fares kom hefur hann þrisvar fengið synjun hjá Útlendingastofnun af ólíkum ástæðum. Á sama tíma gekk hann í grunnskóla og framhaldsskóla, og gekk vel að eigin sögn. Hann kom til Íslands til að finna betra líf fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Fares kom hingað með föður sínum. Hann er eðlisfræðiprófessor sem safnar flöskum á daginn svo hann geti sent peninga til fjölskyldu þeirra á Túnis. Fares segir pabba sinn líklega á leið þangað aftur, en hann sjálfur fari frekar á götuna hér en aftur þangað í fátækt. „Ég byrjaði í grunnskóla eftir að ég kom og eignaðist marga vini. Ég fór svo í framhaldsskóla og lærði hjúkrabraut þar,“ segir hann en það gerði hann í Fjölbraut í Ármúla. Hann hætti svo fyrir tveimur árum og segir að hann hafi ekki getað einbeitt sér að náminu vegna þunglyndis og leiða. „Mér finnst lífið mitt hér“ Fares segist ekki skilja af hverju hann megi ekki vera á Íslandi. „Ég tala íslensku og þrjú önnur tungumál: arabísku, frönsku og ensku. Útlendingastofnun vill ekki gott fólk eins og mig og ég skil það ekki,“ segir Fares. Í Túnis á hann móður, systur og bróður sem hann hefur ekki séð í allan þennan tíma. Hann segir mömmu sína ekki vinna og að þau gætu ekki lifað af nema vegna peninganna sem pabbi hans sendir. Lífið sé erfitt og að stundum fái þau ekkert að borða. „Ég man ekki hvernig systir mín lítur út. Hún er sex ára. Það bíður mín ekkert í Túnis. þar. Ég ólst upp á Íslandi og á vini hér og félagslíf. Hvað bíður mín þar. Ég þekki engan og það er engin framtíð fyrir mig í Túnis. Mér finnst lífið mitt hér,“ segir hann og að ef hann færi aftur myndi hann safna pening og fara svo með bát til Ítalíu og reyna þar upp á nýtt. Útlendingastofnun hafi eyðilegt geðheilsuna Fares og pabbi hans bíða þess nú að þrjátíu dögum þeirra í úrræði ríkislögreglustjóra ljúki eftir að þeir fengu endanlega synjun. Spurður af hverju hann vilji ekki þiggja 460 þúsund krónurnar sem fólk fær við brottför og flugmiðann segir hann það ekki gera mikið fyrir sig. „Ég get ekki farið eftir að hafa verið hér í fimm ár. Það meikar ekki sense. Lífið mitt er hér og ég tala tungumálið mjög vel. Hvað á ég að gera við 400 og eitthvað þúsund. Það myndi ekki hjálpa. Ég get ekki byggt mér nýja framtíð með því,“ segir hann. Fares segir Útlendingastofnun og biðina hafa haft mikil áhrif á hann. „Hvernig gátu þau látið barn sem var bara fjórtán ára bíða svona lengi. Ég hætti í skóla út af depression. Ég reyndi að fara aftur í skóla en gat það ekki. Geðheilsa mín er svo slæm. Ég er svo þreyttur, andlega. Þau eyðilögðu mig og brutu mig. Ég hef alveg fengið nóg. Fólk á mínum aldri er að lifa lífinu og vinna. Ég hef bara verið að hugsa um Útlendingastofnun í fimm ár,“ segir hann. „Ég veit ekki hver framtíð mín er en mig langar bara í venjulegt líf og að geta ferðast og gert það sem aðrir gera.“ Innflytjendamál Túnis Hælisleitendur Tengdar fréttir Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Enn ríkir óvissa um stöðu fólks sem misst hefur rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en félagsmálaráðherra boðaði í vikunni í lausn samráði með sveitarfélögin. Enn er þó unnið að henni. Alls eru á Íslandi 202 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun. 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 52 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hennar. Fares er einn þeirra, en hún tekur, í hans tilfelli, gildi eftir helgi. Hann vill segja sína sögu en ekki sýna andlit sitt af ótta við afleiðingar þess, hér og í Túnis. Vill ekki snúa aftur í fátæktina í Túnis Frá því að Fares kom hefur hann þrisvar fengið synjun hjá Útlendingastofnun af ólíkum ástæðum. Á sama tíma gekk hann í grunnskóla og framhaldsskóla, og gekk vel að eigin sögn. Hann kom til Íslands til að finna betra líf fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Fares kom hingað með föður sínum. Hann er eðlisfræðiprófessor sem safnar flöskum á daginn svo hann geti sent peninga til fjölskyldu þeirra á Túnis. Fares segir pabba sinn líklega á leið þangað aftur, en hann sjálfur fari frekar á götuna hér en aftur þangað í fátækt. „Ég byrjaði í grunnskóla eftir að ég kom og eignaðist marga vini. Ég fór svo í framhaldsskóla og lærði hjúkrabraut þar,“ segir hann en það gerði hann í Fjölbraut í Ármúla. Hann hætti svo fyrir tveimur árum og segir að hann hafi ekki getað einbeitt sér að náminu vegna þunglyndis og leiða. „Mér finnst lífið mitt hér“ Fares segist ekki skilja af hverju hann megi ekki vera á Íslandi. „Ég tala íslensku og þrjú önnur tungumál: arabísku, frönsku og ensku. Útlendingastofnun vill ekki gott fólk eins og mig og ég skil það ekki,“ segir Fares. Í Túnis á hann móður, systur og bróður sem hann hefur ekki séð í allan þennan tíma. Hann segir mömmu sína ekki vinna og að þau gætu ekki lifað af nema vegna peninganna sem pabbi hans sendir. Lífið sé erfitt og að stundum fái þau ekkert að borða. „Ég man ekki hvernig systir mín lítur út. Hún er sex ára. Það bíður mín ekkert í Túnis. þar. Ég ólst upp á Íslandi og á vini hér og félagslíf. Hvað bíður mín þar. Ég þekki engan og það er engin framtíð fyrir mig í Túnis. Mér finnst lífið mitt hér,“ segir hann og að ef hann færi aftur myndi hann safna pening og fara svo með bát til Ítalíu og reyna þar upp á nýtt. Útlendingastofnun hafi eyðilegt geðheilsuna Fares og pabbi hans bíða þess nú að þrjátíu dögum þeirra í úrræði ríkislögreglustjóra ljúki eftir að þeir fengu endanlega synjun. Spurður af hverju hann vilji ekki þiggja 460 þúsund krónurnar sem fólk fær við brottför og flugmiðann segir hann það ekki gera mikið fyrir sig. „Ég get ekki farið eftir að hafa verið hér í fimm ár. Það meikar ekki sense. Lífið mitt er hér og ég tala tungumálið mjög vel. Hvað á ég að gera við 400 og eitthvað þúsund. Það myndi ekki hjálpa. Ég get ekki byggt mér nýja framtíð með því,“ segir hann. Fares segir Útlendingastofnun og biðina hafa haft mikil áhrif á hann. „Hvernig gátu þau látið barn sem var bara fjórtán ára bíða svona lengi. Ég hætti í skóla út af depression. Ég reyndi að fara aftur í skóla en gat það ekki. Geðheilsa mín er svo slæm. Ég er svo þreyttur, andlega. Þau eyðilögðu mig og brutu mig. Ég hef alveg fengið nóg. Fólk á mínum aldri er að lifa lífinu og vinna. Ég hef bara verið að hugsa um Útlendingastofnun í fimm ár,“ segir hann. „Ég veit ekki hver framtíð mín er en mig langar bara í venjulegt líf og að geta ferðast og gert það sem aðrir gera.“
Innflytjendamál Túnis Hælisleitendur Tengdar fréttir Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00
Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01