„Þau eyðilögðu mig og brutu mig“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. ágúst 2023 22:31 Fares segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi en hann er tvítugur í dag og kom hingað 14 ára gamall. Vísir/Steingrímur Dúi Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi. Enn ríkir óvissa um stöðu fólks sem misst hefur rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en félagsmálaráðherra boðaði í vikunni í lausn samráði með sveitarfélögin. Enn er þó unnið að henni. Alls eru á Íslandi 202 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun. 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 52 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hennar. Fares er einn þeirra, en hún tekur, í hans tilfelli, gildi eftir helgi. Hann vill segja sína sögu en ekki sýna andlit sitt af ótta við afleiðingar þess, hér og í Túnis. Vill ekki snúa aftur í fátæktina í Túnis Frá því að Fares kom hefur hann þrisvar fengið synjun hjá Útlendingastofnun af ólíkum ástæðum. Á sama tíma gekk hann í grunnskóla og framhaldsskóla, og gekk vel að eigin sögn. Hann kom til Íslands til að finna betra líf fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Fares kom hingað með föður sínum. Hann er eðlisfræðiprófessor sem safnar flöskum á daginn svo hann geti sent peninga til fjölskyldu þeirra á Túnis. Fares segir pabba sinn líklega á leið þangað aftur, en hann sjálfur fari frekar á götuna hér en aftur þangað í fátækt. „Ég byrjaði í grunnskóla eftir að ég kom og eignaðist marga vini. Ég fór svo í framhaldsskóla og lærði hjúkrabraut þar,“ segir hann en það gerði hann í Fjölbraut í Ármúla. Hann hætti svo fyrir tveimur árum og segir að hann hafi ekki getað einbeitt sér að náminu vegna þunglyndis og leiða. „Mér finnst lífið mitt hér“ Fares segist ekki skilja af hverju hann megi ekki vera á Íslandi. „Ég tala íslensku og þrjú önnur tungumál: arabísku, frönsku og ensku. Útlendingastofnun vill ekki gott fólk eins og mig og ég skil það ekki,“ segir Fares. Í Túnis á hann móður, systur og bróður sem hann hefur ekki séð í allan þennan tíma. Hann segir mömmu sína ekki vinna og að þau gætu ekki lifað af nema vegna peninganna sem pabbi hans sendir. Lífið sé erfitt og að stundum fái þau ekkert að borða. „Ég man ekki hvernig systir mín lítur út. Hún er sex ára. Það bíður mín ekkert í Túnis. þar. Ég ólst upp á Íslandi og á vini hér og félagslíf. Hvað bíður mín þar. Ég þekki engan og það er engin framtíð fyrir mig í Túnis. Mér finnst lífið mitt hér,“ segir hann og að ef hann færi aftur myndi hann safna pening og fara svo með bát til Ítalíu og reyna þar upp á nýtt. Útlendingastofnun hafi eyðilegt geðheilsuna Fares og pabbi hans bíða þess nú að þrjátíu dögum þeirra í úrræði ríkislögreglustjóra ljúki eftir að þeir fengu endanlega synjun. Spurður af hverju hann vilji ekki þiggja 460 þúsund krónurnar sem fólk fær við brottför og flugmiðann segir hann það ekki gera mikið fyrir sig. „Ég get ekki farið eftir að hafa verið hér í fimm ár. Það meikar ekki sense. Lífið mitt er hér og ég tala tungumálið mjög vel. Hvað á ég að gera við 400 og eitthvað þúsund. Það myndi ekki hjálpa. Ég get ekki byggt mér nýja framtíð með því,“ segir hann. Fares segir Útlendingastofnun og biðina hafa haft mikil áhrif á hann. „Hvernig gátu þau látið barn sem var bara fjórtán ára bíða svona lengi. Ég hætti í skóla út af depression. Ég reyndi að fara aftur í skóla en gat það ekki. Geðheilsa mín er svo slæm. Ég er svo þreyttur, andlega. Þau eyðilögðu mig og brutu mig. Ég hef alveg fengið nóg. Fólk á mínum aldri er að lifa lífinu og vinna. Ég hef bara verið að hugsa um Útlendingastofnun í fimm ár,“ segir hann. „Ég veit ekki hver framtíð mín er en mig langar bara í venjulegt líf og að geta ferðast og gert það sem aðrir gera.“ Innflytjendamál Túnis Hælisleitendur Tengdar fréttir Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Enn ríkir óvissa um stöðu fólks sem misst hefur rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en félagsmálaráðherra boðaði í vikunni í lausn samráði með sveitarfélögin. Enn er þó unnið að henni. Alls eru á Íslandi 202 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun. 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 52 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hennar. Fares er einn þeirra, en hún tekur, í hans tilfelli, gildi eftir helgi. Hann vill segja sína sögu en ekki sýna andlit sitt af ótta við afleiðingar þess, hér og í Túnis. Vill ekki snúa aftur í fátæktina í Túnis Frá því að Fares kom hefur hann þrisvar fengið synjun hjá Útlendingastofnun af ólíkum ástæðum. Á sama tíma gekk hann í grunnskóla og framhaldsskóla, og gekk vel að eigin sögn. Hann kom til Íslands til að finna betra líf fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Fares kom hingað með föður sínum. Hann er eðlisfræðiprófessor sem safnar flöskum á daginn svo hann geti sent peninga til fjölskyldu þeirra á Túnis. Fares segir pabba sinn líklega á leið þangað aftur, en hann sjálfur fari frekar á götuna hér en aftur þangað í fátækt. „Ég byrjaði í grunnskóla eftir að ég kom og eignaðist marga vini. Ég fór svo í framhaldsskóla og lærði hjúkrabraut þar,“ segir hann en það gerði hann í Fjölbraut í Ármúla. Hann hætti svo fyrir tveimur árum og segir að hann hafi ekki getað einbeitt sér að náminu vegna þunglyndis og leiða. „Mér finnst lífið mitt hér“ Fares segist ekki skilja af hverju hann megi ekki vera á Íslandi. „Ég tala íslensku og þrjú önnur tungumál: arabísku, frönsku og ensku. Útlendingastofnun vill ekki gott fólk eins og mig og ég skil það ekki,“ segir Fares. Í Túnis á hann móður, systur og bróður sem hann hefur ekki séð í allan þennan tíma. Hann segir mömmu sína ekki vinna og að þau gætu ekki lifað af nema vegna peninganna sem pabbi hans sendir. Lífið sé erfitt og að stundum fái þau ekkert að borða. „Ég man ekki hvernig systir mín lítur út. Hún er sex ára. Það bíður mín ekkert í Túnis. þar. Ég ólst upp á Íslandi og á vini hér og félagslíf. Hvað bíður mín þar. Ég þekki engan og það er engin framtíð fyrir mig í Túnis. Mér finnst lífið mitt hér,“ segir hann og að ef hann færi aftur myndi hann safna pening og fara svo með bát til Ítalíu og reyna þar upp á nýtt. Útlendingastofnun hafi eyðilegt geðheilsuna Fares og pabbi hans bíða þess nú að þrjátíu dögum þeirra í úrræði ríkislögreglustjóra ljúki eftir að þeir fengu endanlega synjun. Spurður af hverju hann vilji ekki þiggja 460 þúsund krónurnar sem fólk fær við brottför og flugmiðann segir hann það ekki gera mikið fyrir sig. „Ég get ekki farið eftir að hafa verið hér í fimm ár. Það meikar ekki sense. Lífið mitt er hér og ég tala tungumálið mjög vel. Hvað á ég að gera við 400 og eitthvað þúsund. Það myndi ekki hjálpa. Ég get ekki byggt mér nýja framtíð með því,“ segir hann. Fares segir Útlendingastofnun og biðina hafa haft mikil áhrif á hann. „Hvernig gátu þau látið barn sem var bara fjórtán ára bíða svona lengi. Ég hætti í skóla út af depression. Ég reyndi að fara aftur í skóla en gat það ekki. Geðheilsa mín er svo slæm. Ég er svo þreyttur, andlega. Þau eyðilögðu mig og brutu mig. Ég hef alveg fengið nóg. Fólk á mínum aldri er að lifa lífinu og vinna. Ég hef bara verið að hugsa um Útlendingastofnun í fimm ár,“ segir hann. „Ég veit ekki hver framtíð mín er en mig langar bara í venjulegt líf og að geta ferðast og gert það sem aðrir gera.“
Innflytjendamál Túnis Hælisleitendur Tengdar fréttir Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00
Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01