Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni.
Not what you want to see before a race...
— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023
Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r
Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti.
„Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið.
„Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“
Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum.
„Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri.
En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni.
Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu.