„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. ágúst 2023 16:20 „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir um Reit 13. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér. Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér.
Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent