Vaxtahækkun fyrir fjármálaelitu Hörður Guðbrandsson skrifar 24. ágúst 2023 13:01 Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar