Sigur fyrir hvalina, fyrir Ísland og fyrir mannkynið Ralph Chami skrifar 24. ágúst 2023 12:00 Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun