Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2023 20:30 Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Sigurjón Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira