Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 14:34 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, vill opinn nefndarfund um málefni hælisleitenda. Vísir/Arnar Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. Óvissa ríkir um hver eigi að koma hælisleitendum sem hafa verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfar endanlegrar synjunar um alþjóðlega vernd til aðstoðar á grundvelli nýrra útlendingalaga ríkisstjórnarinnar. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið svipt þjónustu sé á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur viðrað möguleikann á að koma upp búsetuúrræði fyrir þennan hóp fólks þar sem ferðafrelsi þess væri skert. Á þriðja tug félagasamtaka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu hælisleitenda og sökuðu ráðamenn um villandi og óljósan málflutning. Arndís Anna Kristínadóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir dögunum og vikunum þar sem fórnalömb vændismansal og annað fólk í gríðarlega viðkvæmri stöðu sé allslaust úti á götu án möguleika á því að bjarga sér sjálft og án lágmarksaðstoðar í færslu á Facebook-síðu sinni. „Dómsmálaráðherra fabúlerar um opin fangelsi sem enn hafa ekki verið byggð en engar aðrar lausnir verið lagðar til, hvorki tímabundið né til langtíma,“ skrifar Arndís Anna. Ástandið fari stöðugt versnandi Þingmaðurinn segist hafa óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins, sem hann á sæti í, haldi opinn fund með ráðherrum, Lagastofnun Háskóla Íslands og aðilum sem hafi brugðist við stöðunni, eins og Solaris-samtökunum. „Vænti ég þess að boðað verði til fundarsins sem allra fyrst, enda erindið brýnt, ástandið slæmt og fer stöðugt versnandi,“ skrifar Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Óvissa ríkir um hver eigi að koma hælisleitendum sem hafa verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfar endanlegrar synjunar um alþjóðlega vernd til aðstoðar á grundvelli nýrra útlendingalaga ríkisstjórnarinnar. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið svipt þjónustu sé á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur viðrað möguleikann á að koma upp búsetuúrræði fyrir þennan hóp fólks þar sem ferðafrelsi þess væri skert. Á þriðja tug félagasamtaka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu hælisleitenda og sökuðu ráðamenn um villandi og óljósan málflutning. Arndís Anna Kristínadóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir dögunum og vikunum þar sem fórnalömb vændismansal og annað fólk í gríðarlega viðkvæmri stöðu sé allslaust úti á götu án möguleika á því að bjarga sér sjálft og án lágmarksaðstoðar í færslu á Facebook-síðu sinni. „Dómsmálaráðherra fabúlerar um opin fangelsi sem enn hafa ekki verið byggð en engar aðrar lausnir verið lagðar til, hvorki tímabundið né til langtíma,“ skrifar Arndís Anna. Ástandið fari stöðugt versnandi Þingmaðurinn segist hafa óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins, sem hann á sæti í, haldi opinn fund með ráðherrum, Lagastofnun Háskóla Íslands og aðilum sem hafi brugðist við stöðunni, eins og Solaris-samtökunum. „Vænti ég þess að boðað verði til fundarsins sem allra fyrst, enda erindið brýnt, ástandið slæmt og fer stöðugt versnandi,“ skrifar Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12
Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27
Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51
„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54