Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 20:54 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðahaldi frá 27. apríl. Vísir Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. Maðurinn og yngri bróðir hans voru handteknir en þeim yngri var fljótt sleppt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að eldri bróðirinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna. Gæsluvarðhald mannsins var síðast framlengt út þennan mánuð og byggði krafa lögreglunnar um framlengingu þá á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna, samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Sjá einnig: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þeir geti verið að ætla megi að sakborningur muni gera rannsókn erfiðari. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, verjanda mannsins, að hann óttist að úrskurðir dómstóla um framlengingar gæsluvarðhaldsins verði fordæmisgefandi og að tólf vikna reglan heyri sögunni til. Hann segir enga brýna rannsóknarhagsmuni til staðar sem skjólstæðingur hans geti haft áhrif á. Þá segir í fréttinni að maðurinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna en hann haldi því fram að hann hafi komið að henni látinni á baðherbergisgólfinu. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29 Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Maðurinn og yngri bróðir hans voru handteknir en þeim yngri var fljótt sleppt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að eldri bróðirinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna. Gæsluvarðhald mannsins var síðast framlengt út þennan mánuð og byggði krafa lögreglunnar um framlengingu þá á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna, samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Sjá einnig: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þeir geti verið að ætla megi að sakborningur muni gera rannsókn erfiðari. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, verjanda mannsins, að hann óttist að úrskurðir dómstóla um framlengingar gæsluvarðhaldsins verði fordæmisgefandi og að tólf vikna reglan heyri sögunni til. Hann segir enga brýna rannsóknarhagsmuni til staðar sem skjólstæðingur hans geti haft áhrif á. Þá segir í fréttinni að maðurinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna en hann haldi því fram að hann hafi komið að henni látinni á baðherbergisgólfinu.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29 Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01