Eru bókhaldsfyrirtæki góðir ráðgjafar? Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. ágúst 2023 11:31 Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun