Eru bókhaldsfyrirtæki góðir ráðgjafar? Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. ágúst 2023 11:31 Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun