Dagur B og blaðafulltrúarnir Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun