Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. ágúst 2023 20:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. „Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira