Ekki til betri tilfinning Kári Mímisson skrifar 20. ágúst 2023 20:25 Aron Jóhannsson, fyrir miðju, skoraði sigurmark dagsins. Vísir/Anton Brink Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira