Ekki til betri tilfinning Kári Mímisson skrifar 20. ágúst 2023 20:25 Aron Jóhannsson, fyrir miðju, skoraði sigurmark dagsins. Vísir/Anton Brink Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki