Samkeppniseftirlitið kannar hvort bankarnir leggi stein í götu Indó Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2023 16:01 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/arnar Samkeppniseftirlitið kannar hvort hertar reglur viðskiptabankanna um gjaldeyrisviðskipti feli í sér samkeppnishömlur gagnvart sparisjóðnum Indó sem er nýr aðili á markaði. Samkvæmt reglunum þurfa einstaklingar sem vilja skipta gjaldeyri að vera í viðskiptum við bankanna og hafa svarað áreiðanleikakönnun. Þetta hefur haft áhrif á viðskiptavini Indó í ljósi þess að sprotafyrirtækið rekur engin útibú og selur ekki gjaldeyrisseðla. Neyðast viðskiptavinir sparisjóðsins því að leita annað. „Við ætlum að setja okkur í samband við Indó og fá betri lýsingu á þessu og síðan leita skýringa hjá bönkunum vegna þess að það er skynsamlegt að nýta dæmi af þessu tagi til þess að skoða hvort þarna séu hindranir sem bankarnir séu mögulega að reisa fyrir nýjan keppinaut,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins en hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það reynist rétt þá er ekki hægt að líða það.“ Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvort um samkeppnishindranir sé að ræða en málið verði kannað nánar. Reglunum ætlað að uppfylla lagalegar skyldur Að sögn Arion banka ber honum samkvæmt lögum að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum, hafa eftirlit með uppruna fjármuna og tryggja að viðskipti séu rekjanleg. Um sé að ræða varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Vegna þessa teljum við okkur ekki kleift að eiga í reiðufjárviðskiptum í útibúum bankans við aðra en þá sem hafa farið í gegnum áreiðanleikakönnun hjá okkur. Við tókum þetta verklag upp árið 2020 og nýverið hertum við á reglunum.“ Rýmri reglur gildi í útibúi bankans á Keflavíkurflugvelli þar sem allir geti keypt gjaldeyri gegn framvísun brottfararspjalds. Svör Íslandsbanka og Landsbanka voru á svipaðan veg og nefndu fulltrúar að breytingar hafi verið gerðar til að uppfylla kröfur um eftirlit með peningaþvætti. Reynt að auðvelda fólki að skipta um banka Páll segir Samkeppniseftirlitið lengi haft áhyggjur af aðgangshindrunum þegar kemur að þjónustu viðskiptabanka. „Reynslan hefur verið sú að það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir nýja keppinauta að koma inn á þennan markað og fara að sinna alhliða fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki.“ Eitt slíkt mál hafi verið til skoðunar fyrir nokkrum árum og endað með sátt við alla bankana þar sem markmiðið var að auðvelda viðskiptavinum að skipta um banka. „Ef neytandinn á auðveldara með að skipta um banka þá er auðvitað eðli málsins samkvæmt auðveldara fyrir nýjan aðila að koma inn á markaðinn. Núna er Indó að koma inn á markaðinn og það er alltaf áhugavert þegar nýir aðilar reyna að koma inn á svona markað eins og þennan.“ Þurfi að hafa málefnalegar ástæður Aðspurður hvort það sé ekki eðlilegt að fyrirtæki séu einungis tilbúin að veita vissa þjónustu til einstaklinga sem eigi í viðskiptum við þau segir Páll að það geti verið skiljanlegt frá sjónarhóli bankanna en það segi ekki alla söguna. „Þegar svona stórir aðilar eru fyrir á fleti þá þurfa þeir að gæta síns í hvernig þeir haga sinni starfsemi og ef að þeir eru að reisa hindranir fyrir nýjan aðila til að koma inn á markaðinn þá þurfa þær að vera mjög málefnalegar. Ef þær eru það ekki þá geta þær verið annað hvort brot á fyrri ákvörðunum samkeppnisyfirvalda eða bara hreinlega lögum. Það er það sem við þurfum að skoða hvort að það geti verið tilfellið í þessu en það er ekki hægt að segja til um það fyrir fram,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Íslenskir bankar Samkeppnismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Undrandi á því að bankarnir meini viðskiptavinum Indó að nálgast gjaldeyri Samkvæmt nýjum reglum viðskiptabankanna þriggja þurfa viðskiptavinir nú að vera búnir að svara áreiðanleikakönnun og vera í viðskiptum við bankanna áður en þeir skipta gjaldeyri hjá bönkunum. Viðskiptavinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til sparisjóðsins Indó hafa lent í vandræðum vegna þessa. Framkvæmdastjóri Indó segir vert að athugað sé hvort nýjar reglur samrýmist sátt bankanna við Samkeppniseftirlitið frá 2017. 18. ágúst 2023 06:45 Fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991 Nýr íslenskur sparisjóður, Indó, opnar formlega í dag og er hann fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991. 30. janúar 2023 09:40 Fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991 Nýr íslenskur sparisjóður, Indó, opnar formlega í dag og er hann fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991. 30. janúar 2023 09:40 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þetta hefur haft áhrif á viðskiptavini Indó í ljósi þess að sprotafyrirtækið rekur engin útibú og selur ekki gjaldeyrisseðla. Neyðast viðskiptavinir sparisjóðsins því að leita annað. „Við ætlum að setja okkur í samband við Indó og fá betri lýsingu á þessu og síðan leita skýringa hjá bönkunum vegna þess að það er skynsamlegt að nýta dæmi af þessu tagi til þess að skoða hvort þarna séu hindranir sem bankarnir séu mögulega að reisa fyrir nýjan keppinaut,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins en hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það reynist rétt þá er ekki hægt að líða það.“ Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvort um samkeppnishindranir sé að ræða en málið verði kannað nánar. Reglunum ætlað að uppfylla lagalegar skyldur Að sögn Arion banka ber honum samkvæmt lögum að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum, hafa eftirlit með uppruna fjármuna og tryggja að viðskipti séu rekjanleg. Um sé að ræða varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Vegna þessa teljum við okkur ekki kleift að eiga í reiðufjárviðskiptum í útibúum bankans við aðra en þá sem hafa farið í gegnum áreiðanleikakönnun hjá okkur. Við tókum þetta verklag upp árið 2020 og nýverið hertum við á reglunum.“ Rýmri reglur gildi í útibúi bankans á Keflavíkurflugvelli þar sem allir geti keypt gjaldeyri gegn framvísun brottfararspjalds. Svör Íslandsbanka og Landsbanka voru á svipaðan veg og nefndu fulltrúar að breytingar hafi verið gerðar til að uppfylla kröfur um eftirlit með peningaþvætti. Reynt að auðvelda fólki að skipta um banka Páll segir Samkeppniseftirlitið lengi haft áhyggjur af aðgangshindrunum þegar kemur að þjónustu viðskiptabanka. „Reynslan hefur verið sú að það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir nýja keppinauta að koma inn á þennan markað og fara að sinna alhliða fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki.“ Eitt slíkt mál hafi verið til skoðunar fyrir nokkrum árum og endað með sátt við alla bankana þar sem markmiðið var að auðvelda viðskiptavinum að skipta um banka. „Ef neytandinn á auðveldara með að skipta um banka þá er auðvitað eðli málsins samkvæmt auðveldara fyrir nýjan aðila að koma inn á markaðinn. Núna er Indó að koma inn á markaðinn og það er alltaf áhugavert þegar nýir aðilar reyna að koma inn á svona markað eins og þennan.“ Þurfi að hafa málefnalegar ástæður Aðspurður hvort það sé ekki eðlilegt að fyrirtæki séu einungis tilbúin að veita vissa þjónustu til einstaklinga sem eigi í viðskiptum við þau segir Páll að það geti verið skiljanlegt frá sjónarhóli bankanna en það segi ekki alla söguna. „Þegar svona stórir aðilar eru fyrir á fleti þá þurfa þeir að gæta síns í hvernig þeir haga sinni starfsemi og ef að þeir eru að reisa hindranir fyrir nýjan aðila til að koma inn á markaðinn þá þurfa þær að vera mjög málefnalegar. Ef þær eru það ekki þá geta þær verið annað hvort brot á fyrri ákvörðunum samkeppnisyfirvalda eða bara hreinlega lögum. Það er það sem við þurfum að skoða hvort að það geti verið tilfellið í þessu en það er ekki hægt að segja til um það fyrir fram,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Íslenskir bankar Samkeppnismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Undrandi á því að bankarnir meini viðskiptavinum Indó að nálgast gjaldeyri Samkvæmt nýjum reglum viðskiptabankanna þriggja þurfa viðskiptavinir nú að vera búnir að svara áreiðanleikakönnun og vera í viðskiptum við bankanna áður en þeir skipta gjaldeyri hjá bönkunum. Viðskiptavinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til sparisjóðsins Indó hafa lent í vandræðum vegna þessa. Framkvæmdastjóri Indó segir vert að athugað sé hvort nýjar reglur samrýmist sátt bankanna við Samkeppniseftirlitið frá 2017. 18. ágúst 2023 06:45 Fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991 Nýr íslenskur sparisjóður, Indó, opnar formlega í dag og er hann fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991. 30. janúar 2023 09:40 Fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991 Nýr íslenskur sparisjóður, Indó, opnar formlega í dag og er hann fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991. 30. janúar 2023 09:40 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Undrandi á því að bankarnir meini viðskiptavinum Indó að nálgast gjaldeyri Samkvæmt nýjum reglum viðskiptabankanna þriggja þurfa viðskiptavinir nú að vera búnir að svara áreiðanleikakönnun og vera í viðskiptum við bankanna áður en þeir skipta gjaldeyri hjá bönkunum. Viðskiptavinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til sparisjóðsins Indó hafa lent í vandræðum vegna þessa. Framkvæmdastjóri Indó segir vert að athugað sé hvort nýjar reglur samrýmist sátt bankanna við Samkeppniseftirlitið frá 2017. 18. ágúst 2023 06:45
Fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991 Nýr íslenskur sparisjóður, Indó, opnar formlega í dag og er hann fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991. 30. janúar 2023 09:40
Fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991 Nýr íslenskur sparisjóður, Indó, opnar formlega í dag og er hann fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni frá 1991. 30. janúar 2023 09:40