„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:59 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur að viðbrögð Íslandsbanka hafi ekki verið fullnægjandi. Vísir/Vilhelm Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira