Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. ágúst 2023 18:23 Þröstur segir að Skógræktin muni gera eindregna tillögu um að aðrar trjáplöntur verði gróðursettar í staðinn fyrir hávaxin tré. Magnús Hlynur Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. „Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira