Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2023 13:21 Öskjuhlíð er eitt af grænum svæðum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir að um sé að ræða ræða einn elsta samfellda skóg í Reykjavík, nánar tiltekið skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá. Þá fellur umrædd trjáfelling undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda en í lögunum er kveðið á um að varanleg skógareyðing sem taki til 0,5 hektara svæðis eða stærra falli undir flokk B í lögunum. Þar er átt við framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki hvort háðar skuli umhverfismati. Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Forsaga og fyrri trjáfellingar Í samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvallarmál árið 2013 voru ákvæði um að vinna sameiginlega að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar Isavia í Vatnsmýri, samþykkja deiliskipulag um ný lendingarljós og fella hæstu trén í Öskjuhlíð, með tilliti til flugöryggis. Í samkomulaginu sagði að þegar lokun NA/SV (Norð-austur/Suð-vestur) brautarinnar hefði verið staðfest yrðu ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Dráttur varð á lokun brautarinnar og þurfti Reykjavíkurborg að sækja efndir á samningnum fyrir dómstólum. Það mál vannst loks endanlega í Hæstarétti. Í kjölfarið var unnið í samræmi við samkomulagið, stækkun flugstjórnarmiðstöðvar framkvæmd og skógurinn í Öskjuhlíð grisjaður. Vorið 2017 voru felld liðlega 140 tré þar og næstu ár á eftir fjarlægð um 10 tré ár hvert í samráði Reykjavíkurborgar og yfirmanns Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurborg hefur því talið að samkomulagið frá 2013 sé þegar að fullu efnt. Álítur hún fyrirliggjandi erindi eðlisbreytingu á verkefninu og að ný krafa Isavia til eyðingar skóglendis hefði í för með sér gjörbreytingu á ásýnd og eðli útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. Þá geta ofangreindar kröfur einnig varðað hæstu trén í Hljómskálagarðinum. Sá hluti skógarins í Öskjuhlíð sem hverfur eftir að búið er að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré, samkvæmt kröfu Isavia, er á rauða afmarkaða svæðinu á kortinu.Reykjavíkurborg Ekki fallist á kröfuna án skipulagsbreytinga og umfangsmikils samráðs Aðgerðir af þeim toga sem Isavia gerir kröfu um myndu kalla á verulegar breytingar á deiliskipulagi og hugsanlega endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin sjálf væri háð reglugerð um framkvæmdaleyfi og leita þyrfti umsagna fjölda aðila, þar á meðal Náttúrufræðistofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá. Var samþykkt á fundi borgarráðs í dag að senda erindi Isavia til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en afstaða til þess verður tekin,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umferðaröryggi Borgarstjórn Skógrækt og landgræðsla Tré Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir að um sé að ræða ræða einn elsta samfellda skóg í Reykjavík, nánar tiltekið skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá. Þá fellur umrædd trjáfelling undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda en í lögunum er kveðið á um að varanleg skógareyðing sem taki til 0,5 hektara svæðis eða stærra falli undir flokk B í lögunum. Þar er átt við framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki hvort háðar skuli umhverfismati. Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Forsaga og fyrri trjáfellingar Í samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvallarmál árið 2013 voru ákvæði um að vinna sameiginlega að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar Isavia í Vatnsmýri, samþykkja deiliskipulag um ný lendingarljós og fella hæstu trén í Öskjuhlíð, með tilliti til flugöryggis. Í samkomulaginu sagði að þegar lokun NA/SV (Norð-austur/Suð-vestur) brautarinnar hefði verið staðfest yrðu ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Dráttur varð á lokun brautarinnar og þurfti Reykjavíkurborg að sækja efndir á samningnum fyrir dómstólum. Það mál vannst loks endanlega í Hæstarétti. Í kjölfarið var unnið í samræmi við samkomulagið, stækkun flugstjórnarmiðstöðvar framkvæmd og skógurinn í Öskjuhlíð grisjaður. Vorið 2017 voru felld liðlega 140 tré þar og næstu ár á eftir fjarlægð um 10 tré ár hvert í samráði Reykjavíkurborgar og yfirmanns Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurborg hefur því talið að samkomulagið frá 2013 sé þegar að fullu efnt. Álítur hún fyrirliggjandi erindi eðlisbreytingu á verkefninu og að ný krafa Isavia til eyðingar skóglendis hefði í för með sér gjörbreytingu á ásýnd og eðli útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. Þá geta ofangreindar kröfur einnig varðað hæstu trén í Hljómskálagarðinum. Sá hluti skógarins í Öskjuhlíð sem hverfur eftir að búið er að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré, samkvæmt kröfu Isavia, er á rauða afmarkaða svæðinu á kortinu.Reykjavíkurborg Ekki fallist á kröfuna án skipulagsbreytinga og umfangsmikils samráðs Aðgerðir af þeim toga sem Isavia gerir kröfu um myndu kalla á verulegar breytingar á deiliskipulagi og hugsanlega endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin sjálf væri háð reglugerð um framkvæmdaleyfi og leita þyrfti umsagna fjölda aðila, þar á meðal Náttúrufræðistofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá. Var samþykkt á fundi borgarráðs í dag að senda erindi Isavia til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en afstaða til þess verður tekin,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umferðaröryggi Borgarstjórn Skógrækt og landgræðsla Tré Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira