Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2023 13:21 Öskjuhlíð er eitt af grænum svæðum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir að um sé að ræða ræða einn elsta samfellda skóg í Reykjavík, nánar tiltekið skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá. Þá fellur umrædd trjáfelling undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda en í lögunum er kveðið á um að varanleg skógareyðing sem taki til 0,5 hektara svæðis eða stærra falli undir flokk B í lögunum. Þar er átt við framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki hvort háðar skuli umhverfismati. Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Forsaga og fyrri trjáfellingar Í samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvallarmál árið 2013 voru ákvæði um að vinna sameiginlega að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar Isavia í Vatnsmýri, samþykkja deiliskipulag um ný lendingarljós og fella hæstu trén í Öskjuhlíð, með tilliti til flugöryggis. Í samkomulaginu sagði að þegar lokun NA/SV (Norð-austur/Suð-vestur) brautarinnar hefði verið staðfest yrðu ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Dráttur varð á lokun brautarinnar og þurfti Reykjavíkurborg að sækja efndir á samningnum fyrir dómstólum. Það mál vannst loks endanlega í Hæstarétti. Í kjölfarið var unnið í samræmi við samkomulagið, stækkun flugstjórnarmiðstöðvar framkvæmd og skógurinn í Öskjuhlíð grisjaður. Vorið 2017 voru felld liðlega 140 tré þar og næstu ár á eftir fjarlægð um 10 tré ár hvert í samráði Reykjavíkurborgar og yfirmanns Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurborg hefur því talið að samkomulagið frá 2013 sé þegar að fullu efnt. Álítur hún fyrirliggjandi erindi eðlisbreytingu á verkefninu og að ný krafa Isavia til eyðingar skóglendis hefði í för með sér gjörbreytingu á ásýnd og eðli útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. Þá geta ofangreindar kröfur einnig varðað hæstu trén í Hljómskálagarðinum. Sá hluti skógarins í Öskjuhlíð sem hverfur eftir að búið er að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré, samkvæmt kröfu Isavia, er á rauða afmarkaða svæðinu á kortinu.Reykjavíkurborg Ekki fallist á kröfuna án skipulagsbreytinga og umfangsmikils samráðs Aðgerðir af þeim toga sem Isavia gerir kröfu um myndu kalla á verulegar breytingar á deiliskipulagi og hugsanlega endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin sjálf væri háð reglugerð um framkvæmdaleyfi og leita þyrfti umsagna fjölda aðila, þar á meðal Náttúrufræðistofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá. Var samþykkt á fundi borgarráðs í dag að senda erindi Isavia til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en afstaða til þess verður tekin,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umferðaröryggi Borgarstjórn Skógrækt og landgræðsla Tré Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir að um sé að ræða ræða einn elsta samfellda skóg í Reykjavík, nánar tiltekið skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá. Þá fellur umrædd trjáfelling undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda en í lögunum er kveðið á um að varanleg skógareyðing sem taki til 0,5 hektara svæðis eða stærra falli undir flokk B í lögunum. Þar er átt við framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki hvort háðar skuli umhverfismati. Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Forsaga og fyrri trjáfellingar Í samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvallarmál árið 2013 voru ákvæði um að vinna sameiginlega að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar Isavia í Vatnsmýri, samþykkja deiliskipulag um ný lendingarljós og fella hæstu trén í Öskjuhlíð, með tilliti til flugöryggis. Í samkomulaginu sagði að þegar lokun NA/SV (Norð-austur/Suð-vestur) brautarinnar hefði verið staðfest yrðu ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Dráttur varð á lokun brautarinnar og þurfti Reykjavíkurborg að sækja efndir á samningnum fyrir dómstólum. Það mál vannst loks endanlega í Hæstarétti. Í kjölfarið var unnið í samræmi við samkomulagið, stækkun flugstjórnarmiðstöðvar framkvæmd og skógurinn í Öskjuhlíð grisjaður. Vorið 2017 voru felld liðlega 140 tré þar og næstu ár á eftir fjarlægð um 10 tré ár hvert í samráði Reykjavíkurborgar og yfirmanns Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurborg hefur því talið að samkomulagið frá 2013 sé þegar að fullu efnt. Álítur hún fyrirliggjandi erindi eðlisbreytingu á verkefninu og að ný krafa Isavia til eyðingar skóglendis hefði í för með sér gjörbreytingu á ásýnd og eðli útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. Þá geta ofangreindar kröfur einnig varðað hæstu trén í Hljómskálagarðinum. Sá hluti skógarins í Öskjuhlíð sem hverfur eftir að búið er að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré, samkvæmt kröfu Isavia, er á rauða afmarkaða svæðinu á kortinu.Reykjavíkurborg Ekki fallist á kröfuna án skipulagsbreytinga og umfangsmikils samráðs Aðgerðir af þeim toga sem Isavia gerir kröfu um myndu kalla á verulegar breytingar á deiliskipulagi og hugsanlega endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin sjálf væri háð reglugerð um framkvæmdaleyfi og leita þyrfti umsagna fjölda aðila, þar á meðal Náttúrufræðistofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá. Var samþykkt á fundi borgarráðs í dag að senda erindi Isavia til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en afstaða til þess verður tekin,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umferðaröryggi Borgarstjórn Skógrækt og landgræðsla Tré Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira