Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 10:54 Francina Armengol, þingmaður Sósíalistaflokksins, (f.m.) brosmild eftir að hún var kjörin þingforseti í morgun. Armengol var áður forseti sjálfstjórnarhéraðs Balear-eyja. Vísir/EPA Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna