Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 09:11 JP Mayoga (t.h.) og Makalea Ahhee, kona hans (t.v.) hugga hvort annað á svölum hótels nærri Lahaina. Ferðamenn hafa verið hvattir til að halda sig þaðan. Fjöldi hótela er nú notaður til þess að hýsa íbúa sem hafa misst heimili sín og björgunarlið. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06
Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38
Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14