Guðbjörg keppir við Evrópumeistara og Kolbeinn biður um logn Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 16:01 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur hlaupið fjórum sinnum undir Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, en alltaf í aðeins of miklum meðvindi til að fá það skráð. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Það verður nóg um að vera á ÍR-vellinum á morgun þegar bikarkeppni frjálsíþróttasambands Íslands fer fram. FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira
FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira