Tvær konur til viðbótar upplifðu kynbundinn launamun en fengu ekki leiðréttingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2023 07:43 Konan sem fór með málið til kærunefndar jafnréttismála vakti athygli á því að hún væri ekki ein; fleiri konur hefðu uppifað kynbundinn launamun hjá Rauða krossinum en verið synjað um leiðréttingu. Rauði krossinn Tvær konur sem störfuðu sem lögfræðingar hjá Rauða krossinum þegar karlkyns samstarfsmaður þeirra sem sinnti sambærilegum stöfum og þær var hækkaður í launum umfram þær hafa ekki fengið leiðréttingu líkt og þriðja konan sem kærði málið til kærunefndar jafnréttismála. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu konurnar tvær báðar starfað lengur hjá Rauða krossinum en karlinn og þriðja konan og voru einum launaflokki ofar en þau bæði. Upp komst um launamuninn á milli karlsins og kvennanna þriggja árið 2021 og allar óskuðu þá eftir því að munurinn yrði leiðréttur og að þær fengju leiðréttingu afturvirkt. Öllum var neitað. Aðeins ein kvennanna treysti sér til að fara með málið áfram til kærunefndar jafnréttismála en í kjölfarið ákvað Rauði krossinn að greiða henni mismuninn á launum hennar og launum karlsins afturvirkt. Rauði krossinn fór í framhaldinu fram á að málinu yrði vísað frá kærunefndinni, þar sem konan hefði fengið úrslausn sinna mála, en því hafnaði nefndin. Komst hún að þeirri niðurstöðu að um kynbundin launamun hefði verið að ræða, enda hefði Rauði krossinn játað að hafa gert mistök við greiðslu launa til konunnar og beðist afsökunar. Hinar konurnar tvær, sem treystu sér ekki til að fara lengra með málið samkvæmt heimildum Vísis, hafa hins vegar hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Þá hefur ekki verið haft samband við þær, hvorki eftir að gert var upp við þriðju konuna né eftir að úrskurður kærunefndar lá fyrir. Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis höfðu konurnar tvær báðar starfað lengur hjá Rauða krossinum en karlinn og þriðja konan og voru einum launaflokki ofar en þau bæði. Upp komst um launamuninn á milli karlsins og kvennanna þriggja árið 2021 og allar óskuðu þá eftir því að munurinn yrði leiðréttur og að þær fengju leiðréttingu afturvirkt. Öllum var neitað. Aðeins ein kvennanna treysti sér til að fara með málið áfram til kærunefndar jafnréttismála en í kjölfarið ákvað Rauði krossinn að greiða henni mismuninn á launum hennar og launum karlsins afturvirkt. Rauði krossinn fór í framhaldinu fram á að málinu yrði vísað frá kærunefndinni, þar sem konan hefði fengið úrslausn sinna mála, en því hafnaði nefndin. Komst hún að þeirri niðurstöðu að um kynbundin launamun hefði verið að ræða, enda hefði Rauði krossinn játað að hafa gert mistök við greiðslu launa til konunnar og beðist afsökunar. Hinar konurnar tvær, sem treystu sér ekki til að fara lengra með málið samkvæmt heimildum Vísis, hafa hins vegar hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Þá hefur ekki verið haft samband við þær, hvorki eftir að gert var upp við þriðju konuna né eftir að úrskurður kærunefndar lá fyrir.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira