Rússar á leið til tunglsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:10 Mynd úr myndbandi af því þegar tunglfarinu Luna-25 var skotið á loft í morgun. AP/Roscosmos Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar. Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar.
Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00
Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent