Rússar á leið til tunglsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:10 Mynd úr myndbandi af því þegar tunglfarinu Luna-25 var skotið á loft í morgun. AP/Roscosmos Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar. Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar.
Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00
Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42