„Ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 12:00 Viktor Örn Margeirsson og félagar í Blikavörninni hafa verið mistækir í mörgum leikjum í sumar og það hefur verið liðinu dýrkeypt. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði á móti KR í síðasta leik sínum í Bestu deild karla og stimplaði sig með því nánast út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira