Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 14:31 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude. Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“ Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira