Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:07 Ágúst Bjarni Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur eðlilegt að hvalrekaskattur á bankana verði skoðaður. Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33