Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:00 Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Fjölmenning Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun