Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 15:59 Karlmaður ber særða kona í sjúkrabíl eftir flugskeytaárás Rússa á Pokrovsk í Donetsk-héraði í gær AP/úkraínska neyðarþjónustan Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni. Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira