Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 16:42 Jakubs Polkowski, jafnan kallaður Kuba, á heimili sínu í Keflavík. vísir Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að húsið hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar staðfestir í samtali við fréttastofu að útburðurinn hafi gengið í gegn 3. ágúst síðastliðinn. Friðjón Einarsson.Aðsend „Þá fóru þau í íbúð á okkar vegum. Þegar útburðinn átti að fara fram höfðu þau sofið eina nótt hjá okkur. Þetta er afgreitt. Við höfum verið í miklum samskiptum við fjölskylduna en það gekk ekkert til baka með húsið,“ segir Friðjón. Gerðar voru tilraunir til að kaupa húsið af kaupandanum, útgerðarmanni á Suðurnesjum, en án árangurs. „Eigandinn kaupir húsið og er í fullum rétti. Nú er bara spurningin hvort sýslumaður sé bótaskyldur,“ bætir Friðjón við. Höfðu nokkrir einstaklingar samband við Friðjón og buðu fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Sjá einnig: Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Algjör óhæfa Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að mál Jakubs verði tekið fyir hjá stjórn bandalagsins í næstu viku. „Við erum að skoða þetta með okkar lögmönnum. Við erum líka að óska eftir samtali við dómsmáláðherra vegna þess að ef þetta er það sem lögin bjóða upp á þá verður að lagfæra það. Það verður að koma í veg fyrir að svona geti gerst,“ segir Þuríður Harpa í samtali við fréttastofu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað algjör óhæfa. Það gengur ekki að þeir sem geta ekki borið hönd yfir höfuð sér séu ekki varðir af lögunum gegn svona löguðu. Þetta er misneyting á valdi.“ Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, ræddi útburðinn í samtali við Vísi eftir að nauðungarsalan var gerð. Þá sagði hún málið ekki jafn einfalt og það hafi virst. Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að framfylgja lögum. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að húsið hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar staðfestir í samtali við fréttastofu að útburðurinn hafi gengið í gegn 3. ágúst síðastliðinn. Friðjón Einarsson.Aðsend „Þá fóru þau í íbúð á okkar vegum. Þegar útburðinn átti að fara fram höfðu þau sofið eina nótt hjá okkur. Þetta er afgreitt. Við höfum verið í miklum samskiptum við fjölskylduna en það gekk ekkert til baka með húsið,“ segir Friðjón. Gerðar voru tilraunir til að kaupa húsið af kaupandanum, útgerðarmanni á Suðurnesjum, en án árangurs. „Eigandinn kaupir húsið og er í fullum rétti. Nú er bara spurningin hvort sýslumaður sé bótaskyldur,“ bætir Friðjón við. Höfðu nokkrir einstaklingar samband við Friðjón og buðu fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Sjá einnig: Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Algjör óhæfa Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að mál Jakubs verði tekið fyir hjá stjórn bandalagsins í næstu viku. „Við erum að skoða þetta með okkar lögmönnum. Við erum líka að óska eftir samtali við dómsmáláðherra vegna þess að ef þetta er það sem lögin bjóða upp á þá verður að lagfæra það. Það verður að koma í veg fyrir að svona geti gerst,“ segir Þuríður Harpa í samtali við fréttastofu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað algjör óhæfa. Það gengur ekki að þeir sem geta ekki borið hönd yfir höfuð sér séu ekki varðir af lögunum gegn svona löguðu. Þetta er misneyting á valdi.“ Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, ræddi útburðinn í samtali við Vísi eftir að nauðungarsalan var gerð. Þá sagði hún málið ekki jafn einfalt og það hafi virst. Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að framfylgja lögum.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
„Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05