Keppti í hlaupaskotfimi í Crocs-skóm og kynlífsbol Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 08:06 Áhorfendur fylgjast með af innlifum á meðan Crocs-kappinn hleypur hringinn. UMFÍ Einn keppenda í hlaupaskotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ í gær klæddist Crocs-skóm. Sá fór kröftuglega af stað en þegar á leið dró úr honum og landaði hann ekki sigri. Mótið hefur farið fram á Sauðárkróki yfir verslunarmannahelgina. Rúmlega þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks í átján keppnisgreinum á Unglingalandsmóti UMFÍ og talið er að á bilinu fjögur til fimm þúsund manns sæki mótið. Keppt er í fjölbreyttum greinum á borð við grashandbolta og grasblaki auk kökuskreytinga, sem er vinsælasta greinin í ár. Mikill fjöldi annarra viðburða er jafnframt í boði eins og sandhlaup, bandý, blindrabolti og margt fleira. Foreldrar, forráðafólk og systkini þátttakenda geta tekið þátt í öllum greinum sem boðið er upp á. Vakti athygli vegna skóbúnaðar Meðal greina sem keppt er í er hlaupaskotfimi (e. biathlon). Það vakti mikla athygli í gær þegar einn keppenda spretti úr spori í Crocs-skóm í hvítbláum UMFÍ-lit. Í hlaupaskotfimi reynir á hittni, snerpu og þol. Hér mundar Crocs-kappinn riffilinn.UMFÍ Hver umferð í hlaupaskotfimi hefst á því að keppandi skýtur fimm skotum af rafriffli í mark. Ef hann hittir í öll skiptin getur hann hlaupið af stað 150 metra hring. Hitti keppandi ekki þarf hann að hlaupa styttri refsihring fyrir hvert skot sem geigar og síðan 150 metra hringinn. Í fréttatilkynningu frá UMFÍ segir að Crocs-keppandinn hafi byrjað af krafti en honum hafi fatast flugið eftir því sem á leið og á endanum ekki landað sigri. Ekki segir hvað Crocs-keppandinn heitir í tilkynningu UMFÍ en það er ljóst að hann hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í gær. Frjálsar íþróttir Börn og uppeldi Íþróttir barna Skagafjörður Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira
Rúmlega þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks í átján keppnisgreinum á Unglingalandsmóti UMFÍ og talið er að á bilinu fjögur til fimm þúsund manns sæki mótið. Keppt er í fjölbreyttum greinum á borð við grashandbolta og grasblaki auk kökuskreytinga, sem er vinsælasta greinin í ár. Mikill fjöldi annarra viðburða er jafnframt í boði eins og sandhlaup, bandý, blindrabolti og margt fleira. Foreldrar, forráðafólk og systkini þátttakenda geta tekið þátt í öllum greinum sem boðið er upp á. Vakti athygli vegna skóbúnaðar Meðal greina sem keppt er í er hlaupaskotfimi (e. biathlon). Það vakti mikla athygli í gær þegar einn keppenda spretti úr spori í Crocs-skóm í hvítbláum UMFÍ-lit. Í hlaupaskotfimi reynir á hittni, snerpu og þol. Hér mundar Crocs-kappinn riffilinn.UMFÍ Hver umferð í hlaupaskotfimi hefst á því að keppandi skýtur fimm skotum af rafriffli í mark. Ef hann hittir í öll skiptin getur hann hlaupið af stað 150 metra hring. Hitti keppandi ekki þarf hann að hlaupa styttri refsihring fyrir hvert skot sem geigar og síðan 150 metra hringinn. Í fréttatilkynningu frá UMFÍ segir að Crocs-keppandinn hafi byrjað af krafti en honum hafi fatast flugið eftir því sem á leið og á endanum ekki landað sigri. Ekki segir hvað Crocs-keppandinn heitir í tilkynningu UMFÍ en það er ljóst að hann hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í gær.
Frjálsar íþróttir Börn og uppeldi Íþróttir barna Skagafjörður Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira