Úkraínuforseti segir árás á blóðgjafarstöð vera stríðsglæp Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 16:59 Illa gekk að ráða við eldinn eftir sprenginguna. Telegram/Volodomír Selenskí Tveir fórust og fjórir særðust þegar rússnesk stýrisprengja hæfði blóðgjafarmiðstöð í norðausturhluta Úkraínu, að sögn þarlendra embættismanna. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti birti ljósmynd af alelda heilbrigðisstofnuninni sem er nærri borginni Kupiansk í Kharkív-héraði. Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08
Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50