Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:32 Eiríkur Bergmann segir töluverða gremju komna upp milli ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
„Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48
Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33
Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49