Kópavogsbær hækkar leikskólagjöld um tugi þúsunda króna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 22:00 Verðið hækkar gríðarlega á leikskólanum Læk og öðrum leikskólum Kópavogs um næstu mánaðamót. Arnar Halldórsson Ólga er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi í ljósi gríðarlegra gjaldskrárhækkana um næstu mánaðamót. Gjaldskráin hækkar um tugi prósenta og leikskólarnir verða þeir dýrustu á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira