Klæmint um tímann hjá Blikum: Upp og niður en á góðum stað núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 12:31 Klæmint Andrason Olsen hefur skorað níu mörk í öllum keppnum með Blikum á tímabilinu. @breidablik_fotbolti Færeyski framherjinn Klæmint Andrason Olsen hefur upplifað margt á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki, allt frá því að komast ekki í leikmannahópinn í það að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum. Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn