Þyrluflugið eins og nágranni með lélega golfsveiflu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 07:30 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum. Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira