Þyrluflugið eins og nágranni með lélega golfsveiflu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 07:30 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum. Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira