Þyrluflugið eins og nágranni með lélega golfsveiflu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 07:30 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum. Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira