Byggingarstig hússins hafi legið fyrir við kaup Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2023 13:57 Hin margumþrætta fasteign er á Völlunum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Fullyrðingar kaupanda húss í Hafnarfirði, um að logið hafi verið að honum að húsið hafi verið fulltilbúið, virðast ekki halda vatni. Í dómi frá árinu 2013 vegna meintra galla á húsinu segir að óumdeilt sé að fasteignin hafi verið skráð fokheld við kaupin og að það hafi komið fram í sölugögnum. Í morgun var greint frá því að þriggja manna fjölskylda hafi búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. Árið 2013 féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness vegna kaupana á húsinu þar sem kaupendurnir, Sæmundur Jóhannsson og Ester Erlingsdóttur, höfðuðu mál á hendur seljendunum og byggingarstjóranum sem hafði tekið við byggingarstjórn hússins þegar seljendur keyptu það árið 2004. Töldu húsið gallað þar sem það var fokhelt Meðal þess sem kaupendur kröfðust voru skaðabætur úr höndum stefndu óskipt vegna meints galla á húsinu vegna þess að lokaúttekt hafði aldrei farið fram á því og það því fokhelt. Í málatilbúnaði þeirra sagði að í söluyfirliti hafi eigninni verið lýst sem nýlegri og fallegri og svo farið nánar yfir innviði hússins, herberg, innréttingar og fleira. Þar hafi í engu verið getið um galla á fasteigninni og heldur ekki um að lokaúttekt hefði ekki verið gerð og að það væri í raun aðeins á fokheldisstigi en ekki fullbyggt. Hjónin hafi aðeins komist að því að svo væri í pottinn búið eftir eftirgrennslan árið 2011 vegna lekavandamála sem höfðu komið upp í húsinu. Seljandi sagðist hafa greint frá stöðu mála Seljendur kröfðust sýknu í málinu og í málatilbúnaði þeirra kemur fram að þeir hafi upplýst kaupendur um að úttektarferli væri ekki lokið, meðal annars vegna þess að í bílskúr hússins væri ósamþykkt og ófrágengið herbergi. Því til viðbótar hafi komið fram í yfirliti Fasteignamats ríkisins, sem hafi verið meðal sölugagna við undirritun kaupsamnings, að eignin hafi verið á byggingarstigi 4 [fokheld]. „Af þeim sökum hafi það ekki getað dulist stefnendum að eignin var ekki fullfrágengin og því hafi lokaúttekt ekki getað farið fram á þeim tíma.“ Kaupendum mátti vera ljóst að eignin væri ekki fullfrágengin Í niðurstöðu dómsins hvað byggingarstig hússins varðar segir að þegar kaupin hafi farið fram hafi legið fyrir útskrift frá Fasteignamati ríkisins þar sem komi fram að eignin væri á byggingarstigi 4, sem þýði að hún hafi verið skráð á fokheldisstigi þegar kaupin fóru fram. Tekið hafi verið fram í kauptilboði kaupenda að við tilboðsgerð og samþykki hafi aðilar kynnt sér gaumgæfilega gögn sem tengdust fasteigninnni, þar á meðal vottorð Fasteignamats ríkisins, og ekki gert neinar athugasemdir við þau. „Samkvæmt þessu lá fyrir við kaupin að fasteignin væri skráð fokheld og þar með ljóst að lokaúttekt hefði ekki farið fram. Þá lá fyrir að stefndu höfðu gert breytingar á innréttingum sem ekki voru í samræmi við byggingarnefndarteikningar. Fyrir liggur að ekkert var vikið að þessu er stefnendur skoðuðu fasteignina fyrir kaup eða við tilboðsgerð eða undirritun kaupsamnings. Dómurinn telur í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að fasteignin hafi verið seld enda þótt lokaúttekt hefði ekki farið fram. Enda mátti ráða það af fylgiskjölum með kaupsamningi eins og áður greinir að eignin hafi verið skráð á fokheldisstigi við kaupin þrátt fyrir að hún væri að mestu fullgerð. Í ljósi þess og framkvæmda sem gerðar höfðu verið á fasteigninni sem ekki voru í samræmi við teikningar og þörfnuðust því samþykktar byggingaryfirvalda er það álit dómsins að stenfendum hefði mátt vera ljóst að endanleg úttekt hefði ekki farið fram á fasteigninni,“ segir í dóminum. Seljendur og byggingarstjóri voru því sýknuð af kröfu kaupenda hvað varðaði byggingarstig hússins. Matsmenn sáu fátt athugavert við frágang Kaupendur kröfðust einnig skaðabóta vegna galla á húsinu í tengslum við rakavandamál. Í niðurstöðukaflanum segir að það komi fram í niðurstöðu matsmanns að frágangur rakavarnar í fasteigninni hafi verið í samræmi við uppdrætti eins langt og þeir hafi náð og með tæknilega og faglega eðlilegum hætti. Á því hafi þó verið þau frávik að að samskeyti rakavarnar í bílskúr hafi verið ófullnægjandi þar sem límband sem á þeim var virtist ekki hafa haft viðloðun og ekki samfellt límt. Þétting rakavarnar við vegg milli bílskúrs og íbúðar hafi ekki verið klemmd og glufur í henni á köflum. Matsmaður hafi þó talið litlar líkur á því að þessi frávik á frágangi rakavarnar gæti leitt til vandamála á borð við leka. Til þess að bæta úr hafi þó þurft að ráðast í endurbætur sem myndu kosta 597 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómurinn dæmdi seljendu og byggingarstjórann því til þess að greiða kaupendum 510 þúsund krónur í skaðabætu auk málskostnaðar. Málinu hvergi nærri lokið Þrátt fyrir að dómur hafi þegar fallið í málinu árið 2013 er því hvergi nærri lokið. Í samtali við Mbl í gær sagði kaupandi hússins að hann hefði óskað eftir því að fá gjafsóknarleyfi fyrir málaferli á hendur Hafnarfjarðarbæ vegna meintra brota byggingarfulltrúa bæjarins. Þá hefst aðalmeðferð í öðru máli kaupenda á hendur seljendum þann 31. október næstkomandi. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Héraðsdómur_Reykjanes__23PDF7.3MBSækja skjal Fasteignamarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í morgun var greint frá því að þriggja manna fjölskylda hafi búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. Árið 2013 féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness vegna kaupana á húsinu þar sem kaupendurnir, Sæmundur Jóhannsson og Ester Erlingsdóttur, höfðuðu mál á hendur seljendunum og byggingarstjóranum sem hafði tekið við byggingarstjórn hússins þegar seljendur keyptu það árið 2004. Töldu húsið gallað þar sem það var fokhelt Meðal þess sem kaupendur kröfðust voru skaðabætur úr höndum stefndu óskipt vegna meints galla á húsinu vegna þess að lokaúttekt hafði aldrei farið fram á því og það því fokhelt. Í málatilbúnaði þeirra sagði að í söluyfirliti hafi eigninni verið lýst sem nýlegri og fallegri og svo farið nánar yfir innviði hússins, herberg, innréttingar og fleira. Þar hafi í engu verið getið um galla á fasteigninni og heldur ekki um að lokaúttekt hefði ekki verið gerð og að það væri í raun aðeins á fokheldisstigi en ekki fullbyggt. Hjónin hafi aðeins komist að því að svo væri í pottinn búið eftir eftirgrennslan árið 2011 vegna lekavandamála sem höfðu komið upp í húsinu. Seljandi sagðist hafa greint frá stöðu mála Seljendur kröfðust sýknu í málinu og í málatilbúnaði þeirra kemur fram að þeir hafi upplýst kaupendur um að úttektarferli væri ekki lokið, meðal annars vegna þess að í bílskúr hússins væri ósamþykkt og ófrágengið herbergi. Því til viðbótar hafi komið fram í yfirliti Fasteignamats ríkisins, sem hafi verið meðal sölugagna við undirritun kaupsamnings, að eignin hafi verið á byggingarstigi 4 [fokheld]. „Af þeim sökum hafi það ekki getað dulist stefnendum að eignin var ekki fullfrágengin og því hafi lokaúttekt ekki getað farið fram á þeim tíma.“ Kaupendum mátti vera ljóst að eignin væri ekki fullfrágengin Í niðurstöðu dómsins hvað byggingarstig hússins varðar segir að þegar kaupin hafi farið fram hafi legið fyrir útskrift frá Fasteignamati ríkisins þar sem komi fram að eignin væri á byggingarstigi 4, sem þýði að hún hafi verið skráð á fokheldisstigi þegar kaupin fóru fram. Tekið hafi verið fram í kauptilboði kaupenda að við tilboðsgerð og samþykki hafi aðilar kynnt sér gaumgæfilega gögn sem tengdust fasteigninnni, þar á meðal vottorð Fasteignamats ríkisins, og ekki gert neinar athugasemdir við þau. „Samkvæmt þessu lá fyrir við kaupin að fasteignin væri skráð fokheld og þar með ljóst að lokaúttekt hefði ekki farið fram. Þá lá fyrir að stefndu höfðu gert breytingar á innréttingum sem ekki voru í samræmi við byggingarnefndarteikningar. Fyrir liggur að ekkert var vikið að þessu er stefnendur skoðuðu fasteignina fyrir kaup eða við tilboðsgerð eða undirritun kaupsamnings. Dómurinn telur í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að fasteignin hafi verið seld enda þótt lokaúttekt hefði ekki farið fram. Enda mátti ráða það af fylgiskjölum með kaupsamningi eins og áður greinir að eignin hafi verið skráð á fokheldisstigi við kaupin þrátt fyrir að hún væri að mestu fullgerð. Í ljósi þess og framkvæmda sem gerðar höfðu verið á fasteigninni sem ekki voru í samræmi við teikningar og þörfnuðust því samþykktar byggingaryfirvalda er það álit dómsins að stenfendum hefði mátt vera ljóst að endanleg úttekt hefði ekki farið fram á fasteigninni,“ segir í dóminum. Seljendur og byggingarstjóri voru því sýknuð af kröfu kaupenda hvað varðaði byggingarstig hússins. Matsmenn sáu fátt athugavert við frágang Kaupendur kröfðust einnig skaðabóta vegna galla á húsinu í tengslum við rakavandamál. Í niðurstöðukaflanum segir að það komi fram í niðurstöðu matsmanns að frágangur rakavarnar í fasteigninni hafi verið í samræmi við uppdrætti eins langt og þeir hafi náð og með tæknilega og faglega eðlilegum hætti. Á því hafi þó verið þau frávik að að samskeyti rakavarnar í bílskúr hafi verið ófullnægjandi þar sem límband sem á þeim var virtist ekki hafa haft viðloðun og ekki samfellt límt. Þétting rakavarnar við vegg milli bílskúrs og íbúðar hafi ekki verið klemmd og glufur í henni á köflum. Matsmaður hafi þó talið litlar líkur á því að þessi frávik á frágangi rakavarnar gæti leitt til vandamála á borð við leka. Til þess að bæta úr hafi þó þurft að ráðast í endurbætur sem myndu kosta 597 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómurinn dæmdi seljendu og byggingarstjórann því til þess að greiða kaupendum 510 þúsund krónur í skaðabætu auk málskostnaðar. Málinu hvergi nærri lokið Þrátt fyrir að dómur hafi þegar fallið í málinu árið 2013 er því hvergi nærri lokið. Í samtali við Mbl í gær sagði kaupandi hússins að hann hefði óskað eftir því að fá gjafsóknarleyfi fyrir málaferli á hendur Hafnarfjarðarbæ vegna meintra brota byggingarfulltrúa bæjarins. Þá hefst aðalmeðferð í öðru máli kaupenda á hendur seljendum þann 31. október næstkomandi. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Héraðsdómur_Reykjanes__23PDF7.3MBSækja skjal
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira