Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 13:21 Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, tilkynnti fyrirætlanirnar í heimsókn sinni á gasvinnslustöð Shell í bænum Peterhead í Skotlandi. AP/PA/Euan Duff Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met. Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met.
Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27