Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 18:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. Katrín brást við háværum gagnrýnisröddum innan Sjálfstæðisflokks í samtali við RÚV. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir flokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. Í samtali við mbl.is sagði Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra að ómögulegt sé að spá fyrir um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið lifi næsta þingvetur af. „Nú er ég auðvitað ekki í Sjálfstæðisflokknum og þekki ekki hvaða umræður eiga sér stað þar innan dyra en ég hef vissulega séð einhverja hafa á því skoðun að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í stjórnarsamstarfinu og það er augljóslega bara eitthvað sem þeir þurfa að ræða innan sinna raða,“ er haft eftir Katrínu. Katrín segir málamiðlana alltaf þörf í öllu stjórnarsamstarfi og segir það algengt að tekist sé á innan flokka. „Stundum höfum við þótt gefa of mikið eftir og stundum hefur fólk verið mjög ánægt með þann árangur sem hefur náðst,“ segir Katrín. „Við vinnum af fullum heilindum og ég á ekki von á öðru en að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að verulegt misklíð sé komið upp innan ríkisstjórnar. „Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Eiríkur. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Katrín brást við háværum gagnrýnisröddum innan Sjálfstæðisflokks í samtali við RÚV. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir flokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. Í samtali við mbl.is sagði Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra að ómögulegt sé að spá fyrir um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið lifi næsta þingvetur af. „Nú er ég auðvitað ekki í Sjálfstæðisflokknum og þekki ekki hvaða umræður eiga sér stað þar innan dyra en ég hef vissulega séð einhverja hafa á því skoðun að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í stjórnarsamstarfinu og það er augljóslega bara eitthvað sem þeir þurfa að ræða innan sinna raða,“ er haft eftir Katrínu. Katrín segir málamiðlana alltaf þörf í öllu stjórnarsamstarfi og segir það algengt að tekist sé á innan flokka. „Stundum höfum við þótt gefa of mikið eftir og stundum hefur fólk verið mjög ánægt með þann árangur sem hefur náðst,“ segir Katrín. „Við vinnum af fullum heilindum og ég á ekki von á öðru en að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að verulegt misklíð sé komið upp innan ríkisstjórnar. „Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Eiríkur. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49