Áfengisneysla og „Spánarfílingur“ í flugi sé miklu minni en áður Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 17:04 Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að minna sé um áfengisneyslu í flugi en áður. Grafík Flugfreyja sem starfað hefur sem slík í þrjá áratugi segir að áfengisneysla í flugi hafi minnkað til muna síðan hún hóf störf sem flugfreyja. Þá finnst henni farþegar vera orðnir kurteisari á þessum tíma. Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“ Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“
Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira