Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 13:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, sem nú stefnir í að takist harðar á en áður, með kosningar í huga. Það er þrátt fyrir að innan við tvö ár séu frá síðustu kosningum. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. Í könnun sem prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí mælist Samfylkingin langstærst flokka, með 27,4 prósent fylgi. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn, með 16,1 prósent, en það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. Stjórnmálafræðiprófessor segir könnunina sýna ýkta útgáfu af þeirri þróun sem verið hefur. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi „Það er kannski erfitt að sjá fyrir að svona niðurstaða gæti komið út úr kosningum sjálfum. Ég hef nú ekki endilega trú á því,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Aðrar kannanir þurfi að staðfesta að munurinn á flokkunum tveimur sé jafn mikill og þarna, áður en hægt sé að slá nokkru föstu um það. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tveir mælast báðir með rúmlega sjö prósent fylgi. Ríkisstjórnin er þannig með rúmlega 30 prósent fylgi í könnuninni. Staða sem Eiríkur telur afar þrönga fyrir ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann segist telja að ríkisstjórnarflokkarnir reimi senn á sig kosningaskóna.Vísir/Vilhelm „Fylgisfall ríkisstjórnarflokkanna gerir það að verkum að þeir munu núna ólmast sem sjaldan fyrr, í því að reyna að klóra til baka það fylgi sem hefur tapast.“ Þannig megi gera ráð fyrir að ágreiningur og átök milli stjórnarflokkanna muni aukast þegar líður á haustið og upptaktur nýrrar kosningabaráttu fari að hefjast. Kosningahamur sé að færast á pólitíkina. „Þannig að það er í vændum, myndi ég halda, einhvers konar átakavetur í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Engin stór mál á döfinni Ríkisstjórnin sé að mörgu leyti stjórn um ríkjandi ástand. „Ríkisstjórn sem er þetta breið, hún gerir ekki mjög afgerandi breytingar á samfélaginu. Það hefur sýnt sig að hún hefur ekki náð að berja í gegn einhverjum stórum breytingamálum. Raunar er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafa stýrt sínum ráðuneytum hver fyrir sig, og ekki alltaf í mjög þéttu samráði við samstarfsflokkana,“ segir Eiríkur. Því búist hann ekki við því að stórar lagabreytingar verði gerðar það sem eftir lifir kjörtímabils. Hann á raunar von á því að minni mál geti orðið stjórninni meiri þrætuepli en áður. „Við vorum farin að sjá þetta fyrir allnokkru, að þau mál sem koma upp valda meiri ágreiningi milli flokkanna heldur en áður. Vegna þess að flokkarnir eru komnir með annað augað á komandi kosningar. Þá munu mál, jafnvel þó þau virðist léttvæg, valda meiri ágreiningi. Og það er vegna þessarar stöðu flokkanna, og þeir munu þá reyna að stilla sér fram í aðdraganda nýrra kosninga,“ segir Eiríkur. Áframhaldandi samstarf ekki spennandi Engin teikn séu þó á lofti um að stjórnin komi til með að falla. „Svo virðist sem allir þrír flokkarnir ætli sér að klára kjörtímabilið, en þegar styttist í annan endann þá er minni áhersla á samstarfið sem slíkt og meiri á sérkenni hvers flokks fyrir sig.“ Það eru innan við tvö ár frá kosningum, er þetta ekki heldur snemmt? „Jú, kannski að einhverju leyti. En eðli samstarfsins er þess háttar að flokkarnir þurfa að hugsa betur um framhaldið. Það er ekki mjög líklegt að þessi flokkar myndu vilja endurnýja þetta samstarf ef þeir hlytu fylgi til þess. Síðan er þetta líka bara tími kosninganna. Þær voru að hausti síðast, og það má mögulega gera ráð fyrir að þeim verði flýtt inn á vorið, þannig að þetta gæti orðið aðeins styttra kjörtímabil en strangt til tekið er gefið til kynna.“ Eiríkur segist þó ekki viss um að kosningunum verði flýtt. Það hljóti þó að koma til umræðu, þar sem kosningar að vori teljist almennt betri fyrir taktinn í stjórnmálunum. „Þannig að það getur verið að við séum að sjá fyrri upptakt að kosningum. En það er líka staða flokkanna, þessi ótrúlega þrönga staða sem þeir eru í, sem framkallar þetta.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Í könnun sem prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí mælist Samfylkingin langstærst flokka, með 27,4 prósent fylgi. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn, með 16,1 prósent, en það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. Stjórnmálafræðiprófessor segir könnunina sýna ýkta útgáfu af þeirri þróun sem verið hefur. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi „Það er kannski erfitt að sjá fyrir að svona niðurstaða gæti komið út úr kosningum sjálfum. Ég hef nú ekki endilega trú á því,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Aðrar kannanir þurfi að staðfesta að munurinn á flokkunum tveimur sé jafn mikill og þarna, áður en hægt sé að slá nokkru föstu um það. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tveir mælast báðir með rúmlega sjö prósent fylgi. Ríkisstjórnin er þannig með rúmlega 30 prósent fylgi í könnuninni. Staða sem Eiríkur telur afar þrönga fyrir ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann segist telja að ríkisstjórnarflokkarnir reimi senn á sig kosningaskóna.Vísir/Vilhelm „Fylgisfall ríkisstjórnarflokkanna gerir það að verkum að þeir munu núna ólmast sem sjaldan fyrr, í því að reyna að klóra til baka það fylgi sem hefur tapast.“ Þannig megi gera ráð fyrir að ágreiningur og átök milli stjórnarflokkanna muni aukast þegar líður á haustið og upptaktur nýrrar kosningabaráttu fari að hefjast. Kosningahamur sé að færast á pólitíkina. „Þannig að það er í vændum, myndi ég halda, einhvers konar átakavetur í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Engin stór mál á döfinni Ríkisstjórnin sé að mörgu leyti stjórn um ríkjandi ástand. „Ríkisstjórn sem er þetta breið, hún gerir ekki mjög afgerandi breytingar á samfélaginu. Það hefur sýnt sig að hún hefur ekki náð að berja í gegn einhverjum stórum breytingamálum. Raunar er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafa stýrt sínum ráðuneytum hver fyrir sig, og ekki alltaf í mjög þéttu samráði við samstarfsflokkana,“ segir Eiríkur. Því búist hann ekki við því að stórar lagabreytingar verði gerðar það sem eftir lifir kjörtímabils. Hann á raunar von á því að minni mál geti orðið stjórninni meiri þrætuepli en áður. „Við vorum farin að sjá þetta fyrir allnokkru, að þau mál sem koma upp valda meiri ágreiningi milli flokkanna heldur en áður. Vegna þess að flokkarnir eru komnir með annað augað á komandi kosningar. Þá munu mál, jafnvel þó þau virðist léttvæg, valda meiri ágreiningi. Og það er vegna þessarar stöðu flokkanna, og þeir munu þá reyna að stilla sér fram í aðdraganda nýrra kosninga,“ segir Eiríkur. Áframhaldandi samstarf ekki spennandi Engin teikn séu þó á lofti um að stjórnin komi til með að falla. „Svo virðist sem allir þrír flokkarnir ætli sér að klára kjörtímabilið, en þegar styttist í annan endann þá er minni áhersla á samstarfið sem slíkt og meiri á sérkenni hvers flokks fyrir sig.“ Það eru innan við tvö ár frá kosningum, er þetta ekki heldur snemmt? „Jú, kannski að einhverju leyti. En eðli samstarfsins er þess háttar að flokkarnir þurfa að hugsa betur um framhaldið. Það er ekki mjög líklegt að þessi flokkar myndu vilja endurnýja þetta samstarf ef þeir hlytu fylgi til þess. Síðan er þetta líka bara tími kosninganna. Þær voru að hausti síðast, og það má mögulega gera ráð fyrir að þeim verði flýtt inn á vorið, þannig að þetta gæti orðið aðeins styttra kjörtímabil en strangt til tekið er gefið til kynna.“ Eiríkur segist þó ekki viss um að kosningunum verði flýtt. Það hljóti þó að koma til umræðu, þar sem kosningar að vori teljist almennt betri fyrir taktinn í stjórnmálunum. „Þannig að það getur verið að við séum að sjá fyrri upptakt að kosningum. En það er líka staða flokkanna, þessi ótrúlega þrönga staða sem þeir eru í, sem framkallar þetta.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira