Ómetanlegt handverk kvenna Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 28. júlí 2023 09:30 Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handverk Hús og heimili Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun