„Það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 23:16 Óskar Hrafn var svekktur með frammistöðu sinna manna í kvöld Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir tap hans manna gegn FCK í kvöld í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið þurfi að bæta sig ef það ætlar sér að taka næsta skref í Evrópu. „Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
„Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20
Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11