„Haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 11:00 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK. „Þetta er auðvitað stór leikur og stórt verkefni. FCK er frábært lið og þetta er bara frábært tækifæri fyrir leikmenn til að máta sig og sjá hvar þeir standa,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Fyrri leikur Breiðabliks við FCK fer fram í kvöld á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15. Liðin mætast aftur ytra, á Parken í Kaupmannahöfn, í næstu viku. „Hann [andstæðingurinn] er auðvitað bara gríðarlega sterkur. Þetta er feykilega öflugt lið með einstaklingsgæði og mikla reynslu. Þeir eru tvöfaldir meistarar í Danmörku og komust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þeir eru með gríðarlega sigurhefð. Þjálfarinn er ungur að árum, Jacob Neestrup, hefur náð eftirtektarverðum árangri. Þetta er örugglega besta lið sem við höfum mætt síðan ég tók við,“ segir Óskar Hrafn. Þurfa að vera þeir sjálfir til að fá raunhæfa mynd Óskar Hrafn segir Blika ekki ætla að víkja frá sinni hugmyndafræði og uppleggi í leik kvöldsins. Öðruvísi fái þeir ekki rétta mynd af því hvar þeir standa á miðað við dönsku meistarana. Hann og Blikarnir allir hlakka til tækifærisins til að bera sig saman við stórveldið. „Við ætlum að gera allt sem við getum til að vera við sjálfir. Við höfum talað um að það er skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við betri lið og leiðin til að máta sig á raunhæfan hátt er að gera það sem þú ert búinn að vera að gera,“ „Við þurfum að passa að halda í gildin okkar, vera hugrakkir, þora að halda í boltann og stíga á þá. Ég held að þetta snúist um það að við nálgumst okkar besta leik og nálægt þeirri hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir,“ „Við megum ekki vera B eða C útgáfa af einhverjum öðrum sem við höldum að við þurfum að vera vegna þess að við erum að spila við lið sem á að vera betra á pappírnum heldur en við,“ segir Óskar Hrafn. Klippa: Megi ekki líta á þetta sem biðstofu fyrir næstu keppni Einvígið megi ekki virka sem biðstofa Með sigri sínum á Shamrock Rovers í síðustu umferð tryggðu Blikar sér að minnsta kosti þrjú einvígi til viðbótar í Evrópu í sumar. Falli liðið úr leik fyrir FCK fer það yfir í Evrópudeildina og tapi liðið þar fer það í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigrinum á Shamrock tryggði Breiðablik sér í versta falli sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar. Hér má sjá mögulega leið þeirra í riðlakeppni í Evrópu.Vísir Óskar Hrafn segir mikilvægt að Blikar líti ekki á þetta einvígi sem einskonar biðstofu fyrir næsta einvígi sem yrði í Evrópudeildinni, heldur leggi allt í það að leggja FCK að velli. „Það hefur verið talað um það, við eigum þrjá sénsa til að komast í riðlakeppnina. Það er mikilvægt að við komum ekki fram við þetta einvígi eins og þetta sé einhver biðstofa fyrir næstu keppni. Við þurfum bara að keyra á þá og sjá hvert það kemur okkur,“ segir Óskar Hrafn. Feðgarnir geti rætt margt annað en nálgun Orri Steinn Óskarsson er framherji FCK og hefur fengið einhver tækifæri á undirbúningstímabilinu eftir að hafa verið á láni hjá SönderjyskE á síðustu leiktíð. Óskar Hrafn segir sérkennilegt að mæta syni sínum en hann hlakki til að hitta hann. Orri Steinn Óskarsson er leikmaður FC Kaupmannahafnar.Getty Images „Það er auðvitað skrýtið en ég tek þann pól í hæðina að hann er að koma til Íslands og það er langt síðan ég hef séð hann. Það er haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan svo ég hlakka bara til að sjá hann,“ segir Óskar. Leikinn hafi þá vissulega komið upp í samskiptum þeirra feðga í vikunni. „Auðvitað ber hann á góma. Það væri óhjákvæmilegt, við erum báðir miklir fótboltaáhugamenn og tölum um þá leiki sem eru fram undan. Eðlilega hefur hann borið á góma en við höfum ekki talað um hann í jafnmiklum smáatriðum og við tölum um aðra leiki sem hvor okkar er að spila.“ Þú heldur spilunum þétt að þér? „Já, ég er ekki að gefa honum upp leikplanið og hann ekki þeirra. Enda myndi ég vera mjög svekktur ef það væri raunin. Það er fullt annað hægt að tala um en hvernig menn ætla að nálgast leikina,“ segir Óskar Hrafn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. 24. júlí 2023 23:31 Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. 24. júlí 2023 22:31 Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
„Þetta er auðvitað stór leikur og stórt verkefni. FCK er frábært lið og þetta er bara frábært tækifæri fyrir leikmenn til að máta sig og sjá hvar þeir standa,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Fyrri leikur Breiðabliks við FCK fer fram í kvöld á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15. Liðin mætast aftur ytra, á Parken í Kaupmannahöfn, í næstu viku. „Hann [andstæðingurinn] er auðvitað bara gríðarlega sterkur. Þetta er feykilega öflugt lið með einstaklingsgæði og mikla reynslu. Þeir eru tvöfaldir meistarar í Danmörku og komust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þeir eru með gríðarlega sigurhefð. Þjálfarinn er ungur að árum, Jacob Neestrup, hefur náð eftirtektarverðum árangri. Þetta er örugglega besta lið sem við höfum mætt síðan ég tók við,“ segir Óskar Hrafn. Þurfa að vera þeir sjálfir til að fá raunhæfa mynd Óskar Hrafn segir Blika ekki ætla að víkja frá sinni hugmyndafræði og uppleggi í leik kvöldsins. Öðruvísi fái þeir ekki rétta mynd af því hvar þeir standa á miðað við dönsku meistarana. Hann og Blikarnir allir hlakka til tækifærisins til að bera sig saman við stórveldið. „Við ætlum að gera allt sem við getum til að vera við sjálfir. Við höfum talað um að það er skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við betri lið og leiðin til að máta sig á raunhæfan hátt er að gera það sem þú ert búinn að vera að gera,“ „Við þurfum að passa að halda í gildin okkar, vera hugrakkir, þora að halda í boltann og stíga á þá. Ég held að þetta snúist um það að við nálgumst okkar besta leik og nálægt þeirri hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir,“ „Við megum ekki vera B eða C útgáfa af einhverjum öðrum sem við höldum að við þurfum að vera vegna þess að við erum að spila við lið sem á að vera betra á pappírnum heldur en við,“ segir Óskar Hrafn. Klippa: Megi ekki líta á þetta sem biðstofu fyrir næstu keppni Einvígið megi ekki virka sem biðstofa Með sigri sínum á Shamrock Rovers í síðustu umferð tryggðu Blikar sér að minnsta kosti þrjú einvígi til viðbótar í Evrópu í sumar. Falli liðið úr leik fyrir FCK fer það yfir í Evrópudeildina og tapi liðið þar fer það í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigrinum á Shamrock tryggði Breiðablik sér í versta falli sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar. Hér má sjá mögulega leið þeirra í riðlakeppni í Evrópu.Vísir Óskar Hrafn segir mikilvægt að Blikar líti ekki á þetta einvígi sem einskonar biðstofu fyrir næsta einvígi sem yrði í Evrópudeildinni, heldur leggi allt í það að leggja FCK að velli. „Það hefur verið talað um það, við eigum þrjá sénsa til að komast í riðlakeppnina. Það er mikilvægt að við komum ekki fram við þetta einvígi eins og þetta sé einhver biðstofa fyrir næstu keppni. Við þurfum bara að keyra á þá og sjá hvert það kemur okkur,“ segir Óskar Hrafn. Feðgarnir geti rætt margt annað en nálgun Orri Steinn Óskarsson er framherji FCK og hefur fengið einhver tækifæri á undirbúningstímabilinu eftir að hafa verið á láni hjá SönderjyskE á síðustu leiktíð. Óskar Hrafn segir sérkennilegt að mæta syni sínum en hann hlakki til að hitta hann. Orri Steinn Óskarsson er leikmaður FC Kaupmannahafnar.Getty Images „Það er auðvitað skrýtið en ég tek þann pól í hæðina að hann er að koma til Íslands og það er langt síðan ég hef séð hann. Það er haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan svo ég hlakka bara til að sjá hann,“ segir Óskar. Leikinn hafi þá vissulega komið upp í samskiptum þeirra feðga í vikunni. „Auðvitað ber hann á góma. Það væri óhjákvæmilegt, við erum báðir miklir fótboltaáhugamenn og tölum um þá leiki sem eru fram undan. Eðlilega hefur hann borið á góma en við höfum ekki talað um hann í jafnmiklum smáatriðum og við tölum um aðra leiki sem hvor okkar er að spila.“ Þú heldur spilunum þétt að þér? „Já, ég er ekki að gefa honum upp leikplanið og hann ekki þeirra. Enda myndi ég vera mjög svekktur ef það væri raunin. Það er fullt annað hægt að tala um en hvernig menn ætla að nálgast leikina,“ segir Óskar Hrafn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. 24. júlí 2023 23:31 Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. 24. júlí 2023 22:31 Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. 24. júlí 2023 23:31
Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. 24. júlí 2023 22:31
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00