Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af samtökum vísindamanna sem kalla sig World Weather Attribution. Brennsla á jarðefnaeldsneyti gerði það einnig að verkum að hitabylgja sem gengið hefur yfir hluta Kína var fimmtíu sinnum líklegri til að eiga sér stað, segja skýrsluhöfundar.
Þeir halda því einnig fram að hitastigið í Evrópu í júlímánuði hafi verið tveimur og hálfri gráðu hærra en ella, vegna áhrifa mannsins á loftslagið. Hitabylgjan í Bandaríkjunum var að sögn vísindamannanna tveimur gráðum hærri og sú í Kína einni gráðu.
Julie Arrighi, einn skýrsluhöfunda, segir að menn verði að sætta sig við að hitabylgjur sem þessar séu komnar til að vera og bendir á að samfélög heimsins séu illa undirbúin til að takast á við slík veðurfyrirbrigði. Ríki heims verði að einhenda sér í að reisa byggingar sem þoli hita betur og koma sérstökum kælimiðstöðvum á laggirnar fyrir almenning. Þá er mælt með að fleiri trjám verði plantað í borgarlandi, sem hafi kælandi áhrif.
Vísindamennirnir benda á að mannkynið eigi aðeins engu að síður aðeins einn þátt í þessum öfgum í veðrinu, annað útskýrist af náttúrulegum veðrabreytingum.