Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 19:40 Skógareldarnir á Rhodes eru algerlega stjórnlausir og langt í frá að menn nái tökum á þeim. AP/Argyris Mantikos Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag. Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag.
Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47